Vöffluvagninn mætti fyrst með belgískar vöfflur á Lækjartorg í maí 2001 og hefur verið á götunum allar götur síðan. Í dag erum við á þeytingi í veislur og á útihátíðir um land allt. Veisluþjónustan kemur með ljúffengar vöfflur beint heim að dyrum. Allar góðar veislur verðskulda vöfflur.
Í boði eru allar vöfflur á matseðli (sjá hér fyrir neðan). Að auki er hægt að panta heita og kalda drykki eftir samkomulagi.
Vagninn þarf ekki aðgang að rafmagni og er því mjög sveigjanlegur.
Verð í veisluþjónustu er 1390 kr/vöfflu, allt meðlæti innifalið.
(Afsláttur 10% fyrir 80-150 stk og 15% fyrir 150+ stk.)
Aðeins er greitt fyrir afgreiddar vöfflur og þjónustugjald innifalið.
Lágmark er 40 vöfflur.
Innan höfuðborgarsvæðis er akstur til og frá innifalinn. Utan þess er greitt akstursgjald 4900 kr. fyrir hverja 50 km.
Svona gera þeir þetta í Brussel, - án meðlætis
með sykri
með sultu og rjóma (jarðaberja, rabbarbara eða bláberja)
með súkkulaði og rjóma
með ekta hlynsírópi og rjóma
með Freyju karamellusósu og rjóma
með Nutella og rjóma
með kanilsykri og rjóma
með lakkríssósu, lakkrísdufti og rjóma
með grilluðum sykurpúðum og súkkulaði
með Freyju karamellusósu og vanilluís
með súkkulaði og súkkulaðiís
Það er velkomið að blanda og breyta meðlætinu